Boeing ræður 160 flugmenn

Boeing 737 Max vélar, þar á meðal ein frá Icelandair, …
Boeing 737 Max vélar, þar á meðal ein frá Icelandair, kyrrsettar á flugvelli í Washington. AFP

Fluvélaframleiðandinn Boeing er sagður standa í ráðningum á 160 flugmönnum sem munu fylgja 737 MAX flugvélum framleiðandans til flugfélaga. Er ætlunin sögð sú að koma flugvélategundinni aftur á loft hnökralaust. 

BBC greinir frá þessu. 

Flugmennirnir, sem kallaðir eru „alþjóðlegir skuldbindingarflugmenn“ (e. Global Engagement Pilots), munu sinna hlutverki leiðbeinenda í stjórnklefum vélanna í 35 daga verkefnum. 

Eins og frægt er orðið þá voru Boeing 737 MAX vélar kyrrsettar í mars í fyrra eftir tvö flugslys þar sem 346 létu lífið. 

Allt að 25 milljónir króna í árslaun

Brasilíska flugfélagið Gol varð nýlega fyrsta flugfélagið sem tók aftur til við að fljúga vélinni. 

„Við munum áfram vinna náið með alþjóðlegum eftirlitsaðilum og viðskiptavinum okkar til þess að koma 737-8 og 737-9 aftur á loft á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá Boeing. 

Reuters greinir frá því að flugmennirnir muni fá allt að 200.000 dollara, eða það sem jafngildir rúmum 25 milljónum króna, í árslaun. Þá mega flugmennirnir ekki hafa lent í flugslysum, eða brotið af sér í starfi. Þeir þurfa að vera með leyfi á 737-vélarnar og aðrar vélar Boeing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK