Flugfélagið Alaska Airlines hefur samþykkt að kaupa 23 nýjar Boeing 737 MAX9-vélar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrr í dag. Félagið er með fyrstu aðilunum til að kaupa vélarnar eftir tvö mannskæð flugslys fyrr á árinu.
Írska flugfélagið Ryanair staðfesti þó stórinnkaup á vélunum fyrr í mánuðinum og var það fyrsta félagið til að gera það frá slysunum. Samningur Ryanair við flugvélaframleiðandann hljóðaði upp á kaup á 75 flugvélum.
Að því er segir í tilkynningu Alaska Airlines hleypur verðmæti vélanna á um 3 milljörðum dala. Gera má þó ráð fyrir að flugfélagið hafi fengið talsverðan magnafslátt.
„Við viljum halda efnhagsreikningnum okkar mjög sterkum þannig að á tímum sem þessum sé hægt að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækisins og koma okkur í sterka stöðu fyrir næstu ár,“ var haft eftir forstjóri Alaska Airlines, Brad Tilden.