Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi Teslu, segir að forstjóri Apple Tim Cook hafi árið 2017 afþakkað fund með sér þegar Musk leitaðist við að bjóða Apple yfirtöku á Teslu, fyrir tíundahluta þess sem fyrirtækið er metið á í dag.
Musk segir í tísti að á „dimmustu dögum“ fyrirtæki síns hafi hann leitað til Tim Cook sem þáði ekki boðið árið 2017. Þá var bílaframleiðslan Tesla metin á 60 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar tæplega 7.700 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði Telsu hefur tífaldast síðan þá.
Musk segir að hann hafi ætlað sér að ræða möguleikann á yfirtöku Apple á Teslu sem var í lausafjárvanda á meðan Model 3 bíll þeirra var í þróun.
Síðan hefur Teslu tekist að snúa stöðunni við og varð fyrirtækið í þessari viku það verðmætasta í S&P 500 vísitölunni.
During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.
— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020