Musk segir Apple hafa afþakkað yfirtöku

Elon Musk sem er nú meðal efnuðustu mönnum heims.
Elon Musk sem er nú meðal efnuðustu mönnum heims. AFP

Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi Teslu, segir að forstjóri Apple Tim Cook hafi árið 2017 afþakkað fund með sér þegar Musk leitaðist við að bjóða Apple yfirtöku á Teslu, fyrir tíundahluta þess sem fyrirtækið er metið á í dag.

BBC greinir frá 

Musk segir í tísti að á „dimmustu dögum“ fyrirtæki síns hafi hann leitað til Tim Cook sem þáði ekki boðið árið 2017. Þá var bílaframleiðslan Tesla metin á 60 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar tæplega 7.700 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði Telsu hefur tífaldast síðan þá.

Musk segir að hann hafi ætlað sér að ræða möguleikann á yfirtöku Apple á Teslu sem var í lausafjárvanda á meðan Model 3 bíll þeirra var í þróun. 

Síðan hefur Teslu tekist að snúa stöðunni við og varð fyrirtækið í þessari viku það verðmætasta í S&P 500 vísitölunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK