Icelandair semur um sölu og endurleigu á tveimur 737 MAX 9-flugvélum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9-flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi í Kauphöll í kvöld.

Þar segir að gert sé ráð fyrir að flugvélarnar verði afhentar í öðrum ársfjórðungi 2021. Leigutími vélanna er 12 ár.

Ennfremur segir að Icelandair hafi áður gert samning við BOC Aviation um sölu og endurleigu á einni Boeing 737 MAX 8-vél ásamt fjármögnun til vara á MAX 9-flugvélunum tveimur sem nú sé ljóst að verði ekki nýtt.

Hins vegar hefur áður verið tilkynnt um fjármögnun til vara í gegnum BOC Aviation, sem er enn til staðar, fyrir þær þrjár Boeing 737 MAX-flugvélar sem áætlað er að verði afhentar á fjórða ársfjórðungi 2021 og fyrsta ársfjórðungi 2022, að því er Icelandair greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK