Fimmti hver bíll rafknúinn árið 2023

Hleðsla á BMW i3.
Hleðsla á BMW i3. AFP

Þýski bílaframleiðandinn BMW leggur nú allt kapp á að auka vægi rafmagnsbifreiða í framleiðslu nýrra bíla. Ef plön framleiðandans ganga eftir má gera ráð fyrir að slíkar bifreiðar verði fljótlega orðnar um 20% af öllum seldum bílum BMW. 

Í viðtali við forstjóra BMW, Oliver Zipse, kom fram að allt kapp verði nú lagt á að fjölga rafmagnsbifreiðum. „Við erum að fjölga rafmagnsbifreiðum svo um munar. Á árunum 2021 til 2023 verðum við með um 250 þúsund fleiri rafmagnsbíla en við höfðum áður búist við.“

Að því er fram kemur í ársreikningi BMW eru 8% af seldum bifreiðum nú knúin með rafmagni. Ljóst er að þróunin þarf að vera mjög hröð ef áætlanir eiga að ganga eftir. Í viðtalinu hvatti Zipse jafnframt ríki til að hraða uppbyggingu rafhleðslustöðva, en án þeirra verður erfitt fyrir framleiðandann að ná markmiði sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK