Jafnlaunavottun sé mögulega tálsýn

Frásagnir viðmælenda gefa til kynna að jafnlaunavottun sé að einhverju …
Frásagnir viðmælenda gefa til kynna að jafnlaunavottun sé að einhverju leyti tálsýn, segir í lokaorðum greinarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana sem hlotið hafa jafn­launa­vott­un segja hana hafa í för með sér aukið skri­fræði og kerf­i­s­væðingu, til­færslu ákvörðun­ar­valds og að vott­un­in sé jafn­vel tál­sýn.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðu rann­sókn­ar sem birt­ist í nýj­asta tíma­riti Stjórn­mála og stjórn­sýslu, en fræðigrein­ina rituðu Gerða Björg Haf­steins­dótt­ir sér­fræðing­ur hjá Reykja­vík­ur­borg og Erla Sól­veig Kristjáns­dótt­ir pró­fess­or og Þóra H. Christian­sen aðjúnkt, báðar hjá Viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands.

Grein­inni er ætlað að varpa ljósi á upp­lif­un stjórn­enda á áhrif­um jafn­launa­vott­un­ar á kjaraum­hverfi á ís­lensk­um vinnu­markaði, og voru viðmæl­end­ur tíu, átta kven­stjórn­end­ur og tveir karl­kyns.

Fyr­ir­komu­lagið íþyngj­andi

Fram kem­ur í rann­sókn­inni, sem var eig­ind­leg, að viðmæl­end­um hafi fund­ist skrán­ing og skalfest­ing gagna vera mun víðtæk­ari og ít­ar­legri en áður, og sögðu marg­ir það hafa orðið til auk­ins álags vegna krafna um rök­stuðning og skrán­ingu.

Þó sögðu stjórn­end­urn­ir að með til­komu jafn­launa­vott­un­ar hefði flokk­un allra launa­gagna orðið mun betri og skipu­lagðari en áður.

Viðmæl­end­ur sögðu út­tekt­araðgerðir vott­un­araðila vera mjög ólík­ar og lítið sam­ræmi á milli þeirra. Mis­jafnt hafi verið hvaða kröf­ur viðmæl­end­ur þurftu að upp­fylla í út­tekt­um og sner­ust þær frek­ar um að allt væri rétt skjalfest og skráð í kerf­inu en ekki að ákv­arðanir byggðust á mál­efn­an­leg­um rök­um.

„Þess­ar frá­sagn­ir viðmæl­enda gefa til kynna að jafn­launa­vott­un sé að ein­hverju leyti tál­sýn,“ seg­ir í loka­orðum grein­ar­inn­ar.

Hef­ur ekki al­hæf­ing­ar­gildi

Höf­und­ar grein­ar­inn­ar taka fram að meðal tak­mark­ana rann­sókn­ar­inn­ar sé það að ein­ung­is var rætt við tíu stjórn­end­ur. „Því hafa niður­stöður þess­ar­ar rann­sókn­ar ekki al­hæf­ing­ar­gildi,“ seg­ir í grein­inni.

Jafn­launa­vott­un var lög­fest árið 2017 og er meg­in­mark­mið henn­ar að vinna gegn kyn­bundn­um launamun og stuðla að jafn­rétti kynj­anna á vinnu­markaði.

Grein­ina má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK