Indland næst á dagskrá hjá Musk

Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla.
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla. AFP

Rafbílaframleiðandinn Tesla mun hefja sölu á bifreiðum fyrirtækisins í Indlandi á næsta ári. Þetta kom fram í máli Nitins Gadkaris, samgönguráðherra landsins, í viðtali við dagblaðið Indian Express fyrr í dag. 

Til að byrja með mun Tesla einungis vera með sölustöðvar í landinu, en vonir eru bundnar við að framleiðsla og samsetning bifreiða geti farið fram á Indlandi þegar fram líða stundir. Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi Tesla, á enn eftir að tjá sig um málið. Hann staðfesti þó á twittersíðu sinni að viðskipti á Indlandi væru í bígerð. 

Indland leitar nú leiða til að draga úr mengun í landinu, en gríðarleg mengun er í stórum borgum landsins. Með sölu á rafbílum er verið að stíga skref í átt að því að fækka olíudrifnum bifreiðum á götum Indlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK