700% hækkun á gengi Tesla árið 2020

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX.
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX. AFP

Gengi hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla hafa hækkað um 700% á árinu 2020. Fyrirtækið er nú orðið verðmætasti bílaframleiðandi heims. Fyrir þá sem keyptu í Teslu fyrir tíu árum þegar það var fyrst skráð á markað hefur verðmætið aukist enn meira en framangreind prósenta.

Gengi bréfanna hefur sveiflast umtalsvert á þessum tíma. Á ákveðnum tímapunkti var útlitið enn fremur svart, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrir þá sem höfðu hins vegar trú á Elon Musk og verkefninu hefur það reynst gjöfult veðmál.

Tekið inn í vísitöluna

Í þessum mánuði var Tesla tekið inn í S&P500-vísitöluna, vísitala sem inniheldur stærstu fyrirtæki kauphallarinnar vestanhafs. Þar á meðal eru Apple, Microsoft og Facebook. Bréfin hafa haldið áfram að hækka og nú er svo komið að Tesla er eitt af tíu verðmætustu fyrirtækjum kauphallarinnar. 

Sökum þessa hafa orðið til fjöldinn allur af milljónamæringum sem keyptu þegar gengið var umtalsvert lægra. „Þeir sem keyptu bréfin snemma hafa gert mjög góða hluti. Sumir þeirra eru nú orðnir milljónamæringar,“ var haft eftir Will Rhind, forstöðumanns hjá fjárfestingasjóðnum GraniteShares. 

Langverðmætasti framleiðandinn

Verðmæti rafbílaframleiðandans er nú orðið meira en samanlagt virði Toyota, Fiat, Ford og General Motors. Það er þrátt fyrir að framleiðsla Tesla sé einungis bort af því sem hinir framleiðendurnir framleiða árlega. 

Stór ástæða þess að gengið hefur hækkað eins mikið og raun ber vitni er aukin sala bifreiða auk þess sem spurn eftir vörum fyrirtækisins hefur aukist í Kína. Þá eru vonir bundnar við að með fjölgun rafbíla á götum um heim allan haldi Tesla áfram að vaxa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK