Delta aflýsti á fimmta hundrað flugferðum

Ein af farþegaþotum Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli.
Ein af farþegaþotum Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið Delta aflýsti 325 flugum í aðdraganda jóla að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Í hefðbundnu árferði hafa jólin verið einn allra vinsælasti ferðatíminn, en sökum faraldurs hefur breyting orðið þar á. 

Að auki var 130 flugum aflýst á jóladag, og því var samanlagður fjöldi aflýstra fluga um 455 yfir jólahátíðina. Sama var uppi á teningnum í kringum þakkargjörðarhátiðina fyrr á þessu ári þar sem 600 flugum Delta var aflýst. 

Að því er fram kemur í umfjöllun Business Insider um málið má rekja hluta þeirra fluga sem aflýst var um jólin til skorts á starfsfólki. Þannig var ríflega 170 aflýst af þeim sökum. Í hinum tilfellunum var um að ræða eftirspurnarskort. 

Sökum minni flugumferðar hefur Delta þurft að minnka vélarflotann svo um munar. Félagið var með næststærsta flugflota heims fyrir faraldurinn en það hefur heldur betur breyst. Hefur flugfélagið nýtt tímann til að endurnýja og yfirfara flotann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK