Búið er að taka saman fyrirtækin sem hækkuðu mest á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á árinu sem var að líða. Um er að ræða fyrirtæki sem tilheyra S&P500-vísitölunni vestanhafs, en í umfjöllun Marketwatch er að finna þau fyrirtæki sem hækkað hafa mest.
Ljóst er að hlutabréfamarkaðir um heim allan lituðust mjög af heimsfaraldri kórónuveiru árið 2020. Af þeim sökum urðu fjölmörg fyrirtæki fyrir miklu höggi, þar á meðal flugfélög, á meðan önnur fyrirtæki blómstruðu. Í síðarnefnda flokknum mátti einna helst finna net- og tæknifyrirtæki.
Áhugavert er að skoða S&P500-fyrirtækin sem hækkuðu mest á árinu. Á toppnum trónir rafbílaframleiðandinn Tesla, en þar á eftir netverslunin Envy. Efstu fimm fyrirtækin og hækkun ársins má sjá hér að neðan.
1. Tesla 743%
2. Etsy Inc. - 302%
3. Nvidia Corp. 122%
4. PayPal 117%
5. L Brands Inc. 105%