Ekkert spurst til Jack Ma í tvo mánuði

Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Jack Ma, stofnandi Alibaba. AFP

Talið er að kínverski milljarðamæringurinn og stofnandi Alibaba, Jack Ma, sé horfinn. Ekkert hefur spurst til Ma undanfarna tvo mánuði eða frá því hann flutti ræðu í október þar sem hann gagnrýndi regluverk kínverskra stjórnvalda. 

Þar talaði hann jafnframt fyrir aukinni frjálshyggju innan Kína, en Ma hefur verið ófeiminn við að fara á skjön við það sem kínversk stjórnvöld gefa út. Hins vegar virðist sem Ma sé nú kominn í klípu, en grunur vaknaði þegar milljarðamæringurinn kom ekki fram í lokaþætti sinnar eigin raunveruleikaþáttaraðar 14. nóvember. 

Upplýsingafulltrúi Alibaba hefur sagt að mikið sé um að vera hjá stofnandanum og því hafi ekkert sést til hans. Ma hefur aftur á móti ekki sést núna í um tvo mánuði, allt frá því kínversk stjórnvöld komu í veg fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð Ant Group, sem m.a. rekur greiðslumiðlunina Alipay. Það var gert eftir umrædda ræðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK