Skapar ný tækifæri fyrir Ísland

Baltasar undirbýr tökur á kvikmynd í Suður-Afríku ímaí. Kostnaður við …
Baltasar undirbýr tökur á kvikmynd í Suður-Afríku ímaí. Kostnaður við verkefnið er áætlaður tæplega átta milljarðar króna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir upptökuver Reykjavík Studios í Gufunesi skapa nýja möguleika í íslenskri kvikmyndagerð.

Það sé enda eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu sem geri kleift að fullvinna erlendar kvikmyndir á Íslandi. Með því geti tekjur þjóðarbúsins af kvikmyndagerðinni stóraukist.

„Rökin fyrir því að koma til Íslands og taka upp mynd í þessu stúdíói, frá sjónarhóli þeirra sem stýra málum í Hollywood, eru að hægt er að fulltaka myndina á Íslandi, ef hún hentar í útitökur hér á landi, í stað þess að þurfa að skipta um starfslið og fara eitthvað annað í millitíðinni,“ segir Baltasar í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK