Musk orðinn ríkastur í heimi

Elon Musk syndir í seðlum.
Elon Musk syndir í seðlum. AFP

Elon Musk, stofn­andi og aðal­eig­andi Teslu, hef­ur tekið fram úr Jeff Bezos sem ríkasti maður heims eftir að hlutabréfaverð í fyrirtæki hans hækkaði um rúm fjögur prósent í dag.

Eigur Musk eru nú metnar á 185 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 23 þúsund milljörðum íslenskra króna. 

Í byrjun síðasta árs var Musk í 35. sæti á listanum yfir ríkasta fólk heims og í lok nóvember varð hann titlaður sá næstríkasti.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði verið á toppi lista hinna ríkustu frá árinu 2017 en eigur hans eru metnar á 184 milljarða Bandaríkjadala.

Fram kemur í fréttum miðla vestanhafs að ástæðuna megi þakka hlutabréfaverði Teslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK