Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi Teslu, hefur tekið fram úr Jeff Bezos sem ríkasti maður heims eftir að hlutabréfaverð í fyrirtæki hans hækkaði um rúm fjögur prósent í dag.
Eigur Musk eru nú metnar á 185 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 23 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Í byrjun síðasta árs var Musk í 35. sæti á listanum yfir ríkasta fólk heims og í lok nóvember varð hann titlaður sá næstríkasti.
Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði verið á toppi lista hinna ríkustu frá árinu 2017 en eigur hans eru metnar á 184 milljarða Bandaríkjadala.
Fram kemur í fréttum miðla vestanhafs að ástæðuna megi þakka hlutabréfaverði Teslu.