Stefna á að velta þremur milljörðum

Fyrirtæki á sorpmarkaði hafa eflst á síðustu árum
Fyrirtæki á sorpmarkaði hafa eflst á síðustu árum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexander G. Edvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir mikla hagræðingu fylgja sameiningu félagsins við HP gáma. Áætlað sé að veltan verði um þrír milljarðar í ár. Sameiningin er enn einn vitnisburðurinn um hraðan vöxt á markaði með sorp og endurvinnslu.

Fjölskyldufyrirtækið Hópsnes á hið sameinaða félag. Á síðari hluta síðasta árs fjárfestu eigendurnir í nýju athafnasvæði við Álhellu í Hafnarfirði, gegnt álverinu í Straumsvík, á ríflega 27 þúsund fermetra lóð og stendur þar til að taka í notkun þúsund fermetra byggingu.

Að sögn Alexanders er fyrirhugað að byggja þar upp aðstöðu til að taka á móti og vinna margvíslegan úrgang sem fellur til hjá einstaklingum og fyrirtækjum. M.a. verði tekinn í notkun tætari sem geti til dæmis tætt í sundur heilu bílflökin, flokkað málmana og þannig aukið verðmæti hráefnisins. Ekki sé áformað að fjölga starfsstöðvum meira, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK