„Fjármálafyrirtæki sýni fyllstu varfærni“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur birt end­ur­skoðuð til­mæli um arðgreiðslur fjár­mála­fyr­ir­tækja og kaup þeirra á eig­in hluta­bréf­um sem gilda til 30. sept­em­ber á þessu ári, þar sem meðal ann­ars er tekið mið af yf­ir­lýs­ingu Evr­ópska kerf­isáhætturáðsins (ESRB) frá 15. des­em­ber síðastliðnum.

Í henni voru eft­ir­lits­stofn­an­ir í lönd­um sem eiga aðild að ESRB hvatt­ar til að beina því til fjár­mála­fyr­ir­tækja sem sæta eft­ir­liti þeirra að gæta ýtr­ustu varúðar við greiðslu arðs og kaup á eig­in bréf­um fram til 30. sept­em­ber á þessu ári. EBA birti sama dag yf­ir­lýs­ingu svipaðs efn­is.

„Óvissa um þróun efna­hags­mála“

„Mik­il óvissa er um þróun efna­hags­mála næstu miss­eri og rík ástæða til að viðhalda sterkri eig­in­fjár­stöðu. Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd legg­ur því áherslu á að fjár­mála­fyr­ir­tæki sýni fyllstu var­færni þegar litið er til eig­in­fjár­stöðu og tek­ur und­ir fram­an­greind­ar yf­ir­lýs­ing­ar ESRB og EBA,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar.

Hún minn­ir einnig á yf­ir­lýs­ingu fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­ar frá 22. sept­em­ber síðastliðnum um að niðurstaða úr könn­un­ar- og mats­ferl­inu 2019 um viðbót­ar­kröfu um eig­in­fjár­grunn hjá kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­un­um þrem­ur skyldi standa óbreytt þrátt fyr­ir aukna áhættu og óvissu tengda far­aldr­in­um.

Í nýju yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd legg­ist ekki gegn greiðslu arðs eða kaup­um á eig­in hluta­bréf­um en brýn­ir fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tækj­um að eft­ir­far­andi atriði verði höfð að leiðarljósi við ákv­arðanir þar um:

  • Af­koma fjár­mála­fyr­ir­tæk­is hafi verið já­kvæð á síðasta rekstr­ar­ári og áætlan­ir um þróun eig­in fjár sýni sterka eig­in­fjár­stöðu næstu þrjú ár. Mælst er til að mat fjár­mála­fyr­ir­tæk­is á hvoru tveggja verði borið tím­an­lega und­ir Fjár­mála­eft­ir­litið.
  • Fjár­hæð arðgreiðslu eða kaupa á eig­in bréf­um nemi að há­marki 25% af upp­söfnuðum hagnaði eft­ir skatta vegna ár­anna 2019 og 2020 eða 0,4 pró­sentu­stiga lækk­un­ar á hlut­falli al­menns eig­in­fjárþátt­ar 1, hvort sem lægra reyn­ist.

Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd brýn­ir jafn­framt fyr­ir vá­trygg­inga­fé­lög­um að gæta ýtr­ustu var­færni við stýr­ingu eig­in­fjár vegna þeirr­ar óvissu sem rík­ir í efna­hags­mál­um af völd­um far­ald­urs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK