Fyrirtæki fengu ríkisstyrki upp á 35,5 milljarða

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls 3.106 rekstraraðilar nýttu sér stuðningsúrræði stjórnvalda vegna Covid-19 í fyrra. Heildarfjárhæð veitts stuðnings nemur 35,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilraunatölfræði Hagstofunnar

„Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum nam heildarfjárhæð veitts stuðnings til rekstraraðila og einstaklinga tæplega 60 milljörðum króna. Þar af nam beinn fjárhagsstuðningur um 38,4 milljörðum króna, frestun skattgreiðslna um 9,7 milljörðum króna og veittar lánaábyrgðir um 11,8 milljörðum króna,“ segir í tilraunatölfræðinni.

Úrræðin sem um ræðir eru:

  • Atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli (hlutabætur)
  • Greiðsla launa á uppsagnarfresti
  • Lokunarstyrkir
  • Greiðsla launa í sóttkví
  • Stuðningslán
  • Viðbótarlán
  • Skattfrestanir
  • Greiðsluskjól

708 rekstraraðilar nýttu fleiri en eitt úrræði. Alls hafa 23 rekstraraðilar sótt um greiðsluskjól frá því að úrræðið kom til framkvæmdar og af þeim rekstraraðilum sem hafa nýtt eitthvert ofangreindra úrræða hafa 11 óskað eftir gjaldþrotaskiptum.

Kort/Hagstofan

42% fólks á hlutabótum 25-39 ára

Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli námu tæplega 24,5 milljörðum króna á viðmiðunartímabilinu, þ.e. mars-desember, og voru viðtakendur 37.017 talsins á tímabilinu.

„Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsett á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu,“ segir í tilraunatölfræði Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK