Velta bandaríks fjárfestingabankans Goldman Sachs á fjórða ársfjórðungi 2020 nam 11,74 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 1.522 milljörðum íslenskra króna, sem er um 1,75 milljörðum dölum umfram áætlanir bankans. Voru tekjur 12,08 bandaríkjadalir á hvern hlut, vel umfram 7,47 dalina sem greinendur gerðu ráð fyrir.
Fram kemur í umfjöllun CNBC fréttastofunnar að töluverðar væntingar urðu um góða afkomu Goldman Sachs á fjórða ársfjórðungi í kjölfar þess að JPMorgan Chase tilkynnti í síðustu viku niðurstöðu umfram væntingar sem ýttu undir aukin verð- og hlutabréfaviðskipti.
Af sex stærstu bönkun Bandaríkjanna er það Goldman Sachs sem, fær stærsta hlutfallið af veltu sinni frá starfsemi á Wall Street, þar með talið hlutabréfaviðskipti og fjárfestingabankastarfsemi.
Á undanförnum árum hefur viðskiptabankastarfsemi verið undirstaða afkomu stærstu bankana, en töluverðum uppheðum hefur þurft að setja til hliðar vegna væntanlegs taps af slíkri starfsemi sökum kórónuveirufaraldursins. Aukin áhersla Goldman Sachs á fjárfestingastarfsemi hefur því ýtt undir betri afkomu bankans.