Sylvía Kristín Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Símanum, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hún óski eftir að fara úr stjórninni vegna breytinga á starfsvettvangi. Sylvía hefur verið í stjórn Símans síðan í mars 2018.
Sylvía hóf nýlega störf sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tók um leið sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Áður hafði Sylvía verið forstöðumaður leiðakerfis hjá Icelandair og áður deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Þá hefur Sylvía einnig starfað fyrir Amazon í Evrópu.
Sylvía er með M.Sc.-próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc.-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM).