„Verðum tilbúin þegar himnarnir opnast“

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group.
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group. mbl.is/Golli

Miklu skiptir að halda vörumerki Íslands sem ferðaþjónustulandi lifandi á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur. Þetta sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group, á fundi Ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun.

„Við erum pínulítið flugfélag og erum að kynna pínulítið land. Við viljum vera sýnileg á lykilmörkuðum,“ sagði Birna Ósk og bætti síðar við: „Til þess að eiga séns þegar himnarnir opnast þá verðum við að vera með í umræðunni.“ Átti hún við þegar fólk byrjar að ferðast á milli landa líkt og áður en faraldurinn fór af stað.

„Við verðum tilbúin þegar himnarnir opnast. Við munum tryggja að við séum á staðnum þegar viðskiptavinir velta fyrir sér hvert þeir ætla að ferðast.“

Mynd úr safni af erlendum ferðamönnum á Þingvöllum.
Mynd úr safni af erlendum ferðamönnum á Þingvöllum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún sagði Icelandair hafa þurft að veita meiri upplýsingar til viðskiptavina sinna en nokkru sinni fyrr á síðasta ári vegna veirunnar. Á sama tíma hafi fyrirtækið þurft að fækka í starfsmannahópnum.

Iceland Airwaves gott dæmi

Birna Ósk nefndi tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem var færð á netið í fyrra til að ná til áhugamanna um íslenska tónlist í faraldrinum. Það sé dæmi um það sem hefur þurft að gera til að halda Íslandi á kortinu. „Þetta hafa verið undarlegir tímar, mikil óvissa, upp og niður, fram og til baka. Næstu mánuðir verða það líka,“ sagði hún en tók fram að íslensk ferðaþjónusta sé mjög sterk og aðeins tímaspursmál hvenær hún kemst aftur á flug.

Ferðamenn fylgjast með hvernum Strokki við Geysi í Haukadal.
Ferðamenn fylgjast með hvernum Strokki við Geysi í Haukadal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn af þáttunum sem hún tiltók varðandi endurkomu Íslands á kort ferðamennskunnar sagði hún árangur landsins í baráttunni við Covid-19. „Það er einstök saga að segja hvernig hefur gengið á Íslandi. Þessi saga skiptir máli. Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að heimsækja,“ sagði hún og átti þar við erlenda ferðamenn. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki væru lykilatriði í þessu samhengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK