Boðaðar framkvæmdir aukast milli ára

Opinberir aðilar boða framkvæmdir upp á 139,3 milljarða í ár. …
Opinberir aðilar boða framkvæmdir upp á 139,3 milljarða í ár. Í fyrra var sama tala 131,9 milljarðar, en framkvæmdirnar reyndust nær því að vera 94 milljarðar. Hafði heimsfaraldurinn þar mikil áhrif, meðal annars á hrun í framkvæmdum hjá Isavia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári nema samtals um 139 milljörðum, en það er um 7,4 milljörðum meira en áætlað var á síðasta ári. Þetta sést á tölum sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fer núna.

Boðaðar framkvæmdir eru um 4,5% af væntri landsframleiðslu, sem er viðlíka og á síðasta ári þegar framkvæmdirnar námu 4,6% af landsframleiðslu. Framkvæmdunum sem um ræðir er ætlað að efla innviði hagkerfisins, en meðal þeirra sem kynna framkvæmdir á þinginu eru Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Framkvæmdasýsla ríkisins, Isavia, Landsnet, Veitur og Nýi Landspítalinn.

Boðaðar framkvæmdir nokkurra opinberra aðila sem kynna framkvæmdirnar á Útboðsþingi …
Boðaðar framkvæmdir nokkurra opinberra aðila sem kynna framkvæmdirnar á Útboðsþingi í dag. Allar tölur eru í milljörðum. Tafla/Samtök iðnaðarins

Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar, eða fyrir samtals 28,6 milljarða. Er það talsverð aukning milli ára, en í fyrra voru boðaðar framkvæmdir upp á 19,6 milljarða. Þá boðar Vegagerðin framkvæmdir fyrir 27,6 milljarða, en það er samdráttur úr 38,7 milljörðum í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna, því framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðustu ári reyndust 7,6 milljörðum minna en boðað hafði verið, eða 31 milljarður.

Samanburður á boðuðum framkvæmdum í ár og í fyrra.
Samanburður á boðuðum framkvæmdum í ár og í fyrra. Graf/Samtök iðnaðarins

Samtals höfðu verið boðaðar framkvæmdir upp á um 131,9 milljarða á Útboðsþingi í fyrra, en raunin var framkvæmdir upp á 29% lægri upphæð. Stærstu bitarnir þar voru Vegagerðin og Isavia, en Isavia hafði boðað framkvæmdir upp á 21 milljarð á árinu, en enduðu í 200 milljónum. Hafði heimsfaraldurinn þar augljóslega mikil áhrif.

Boðaðar framkvæmdir í fyrra og raunniðurstaða þeirra framkvæmda sem ráðist …
Boðaðar framkvæmdir í fyrra og raunniðurstaða þeirra framkvæmda sem ráðist var í. Eins og sjá má varð lítið úr boðuðum framkvæmdum Isavia og þá voru framkvæmdir Vegagerðarinnar einnig talsvert minni en áformað hafði verið. Graf/Samtök iðnaðarins
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK