Almennir fjárfestar hafa brugðist ókvæða við því að settar voru hömlur á viðskipti með hlutabréf í bandarísku tölvuleikjaversluninni GameStop.
Miðlararnir Robinhood og Interactive Brokers settu hömlurnar á eftir að margir höfðu stórgrætt á því að kaupa hlutabréfin.
Hlutabréf í GameStop féllu um allt að 55% eftir að hömlurnar voru settar á viðskiptin, að sögn BBC.
Mikil átök hafa átt sér stað undanfarið á milli almennra fjárfesta og aðila á Wall Street. Stórir vogunarsjóðir veðjuðu milljörðum dollara á að hlutabréf í GameStop myndu lækka. Þeir hafa aftur á móti tapað háum fjárhæðum eftir að áhugamenn sem skiptast á ábendingum á samfélagsmiðlum á borð við Reddit ýttu verðinu á hlutabréfunum upp um yfir 700% á einni viku.
Spurningar hafa vaknað um að ólögleg viðskipti hafi átt sér stað en almennu fjárfestarnir segjast aðeins vera að beita sama meðali og Wall Street hefur gert. Á netinu hafa þeir sakað Robinhood og fleiri miðlara um að hafa stunda eigin útgáfu af markaðsmisnotkun með því að setja hömlur á viðskipti með ákveðin hlutabréf.