Hæstiréttur snýr dómi WOW air í vil

WOW-air hafði betur gegn Stefáni Eysteini Sigurðssyni.
WOW-air hafði betur gegn Stefáni Eysteini Sigurðssyni. mbl.is/Hari

Kröfu Stefáns Eysteins Sigurðssonar, um viðurkenningu á að launakrafa hans í þrotabú WOW air njóti forgangs við gjaldþrotaskipti búsins, var hafnað í Hæstarétti nú síðdegis. Krafa Stefáns, fyrrverandi fjármálastjóra WOW air, hljóðaði upp á rúmar 14 milljónir króna. 

Fall­ist var á kröfu Stef­áns Ey­steins bæði fyr­ir Lands­rétti og Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrst í júní og svo í október á síðasta ári, en skipta­stjóri þrota­bús­ins hélt því fram að Stefán Ey­steinn hafi verið stjórn­andi eða svo­kallaður ná­kom­inn aðili fyr­ir­tæk­is­ins og eigi því ekki rétt á forgangs­kröfu. 

Al­menna regl­an við upp­gjör þrota­búa hef­ur verið sú að þeir sem koma að rekstri fé­laga eigi ekki rétt á for­gangs­kröf­um, en þeir eru tald­ir vita meira um stöðu viðkom­andi fé­lags en venju­leg­ir starfs­menn og um það var tek­ist í máli fjár­mála­stjór­ans fyrr­ver­andi.

Hæstiréttur taldi Stefán Eystein nákominn aðila og úrskurðaði að hann ætti ekki rétt á forgangskröfu, eins og fyrr segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK