María ráðin framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson

María Kristjánsdóttir lögmaður.
María Kristjánsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson Intellectual Property, sem er sjálfstætt dótturfélag lögmannsstofunnar LEX á sviði vörumerkja- og einkaleyfaréttar.

María lauk ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og LL.M.-gráðu í alþjóðaviðskiptalögfræði frá Fordham-háskóla í New York árið 2008. María er lögmaður með leyfi til reksturs mála fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá LEX frá árinu 2008, aðallega á sviði hugverkaréttar, samkeppnisréttar og persónuverndarmála.

Samhliða störfum sínum hjá LEX hefur hún sinnt störfum fyrir GH Sigurgeirsson frá haustinu 2018 þegar LEX tók yfir starfsemi fyrirtækisins. Hún varð aðstoðarframkvæmdastjóri árið 2019.

María tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Huldu Árnadóttur, sem tók við embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness fyrr í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK