Vörumerkjastofan brandr mun veita markaðsverðlaunin „Bestu íslensku vörumerkin“ í fyrsta sinn þann 25. febrúar næstkomandi. Með verðlaununum vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu og verðlauna fyrirtæki sem stóðu sig best á þessu sviði á nýliðnu ári.
Verðlaunin eru veitt á grundvelli vörumerkjastefnu fyrirtækja, og er m.a. litið til viðskiptalíkana og staðfærslu þeirra við valið. Valnefndin er skipuð 54 sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu, og hefur hún sett fram lista yfir tilnefnd vörumerki sem hún mat framúrskarandi.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði.
Þau 30 vörumerki sem hlutu tilnefningu í ár eru eftirfarandi:
Þann 25. febrúar fer svo fram verðlaunaathöfn í beinni útsendingu á netinu þar sem bestu vörumerkin fá viðurkenningu. Þá verða verðlaunin veitt árlega hér eftir.