Hagnaður Skeljungs dróst saman um 44%

Í afkomuspá Skeljungs er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla …
Í afkomuspá Skeljungs er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skelj­ung­ur hagnaðist um 791 millj­ón­ króna á ár­inu 2020 sam­an­borið við 1.409 millj­ón­ir árið áður. Það þýðir að hagnaðurinn hefur dregist saman um 44% milli ára. Þetta kem­ur fram í árs­upp­gjöri Skelj­ungs.

Afkoman er sögð lituð af Covid-19-faraldrinum og að áhrifa hans hafi gætt mjög víða í starfsemi félagsins, einkum hér á landi.

Fram­legð árs­ins nam 9.454 millj­ón­um króna og hækkar um 8,6% frá fyrra ári. EBITDA- hagnaður árs­ins nam 2.676 millj­ón­um og lækk­ar 21,8% á milli ára.

Á fundi sínum í dag ákvað stjórn félagsins að leggja fram á aðalfundi sínum þann 4. mars 2021 tillögu um 350 m.kr. arðgreiðslu, sem nemur 0,18 krónum á hlut.

Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Gert er ráð fyrir að tekjur af erlendum ferðamönnum á Íslandi verði óverulegar fram á mitt ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK