Olíufélagið Royal Dutch Shell tapaði 21,7 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári samkvæmt nýbirtu ársuppgjöri félagsins. Tapið er að mestu rakið til afleiðinga kórónuveirufaraldursins þar sem orkueftirspurn dróst umtalsvert saman.
Árið 2019 nam hagnaður Shell 15,8 milljörðum dala.