Auður Ýr forstöðumaður flugverndar

Auður Ýr Sveinsdóttir, nýr forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli.
Auður Ýr Sveinsdóttir, nýr forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumanns flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Auður starfaði áður sem aðstoðarforstjóri hátæknifyrirtækisins Völku þar sem hún stýrði einnig rekstrar- og mannauðssviði Völku. 

Fyrir það var Auður Ýr yfirmaður gæðastjórnunar, LEAN og innri samskipta hjá Rio Tinto í Straumsvík. 

Auður er með B.Sc. gráðu í sjávarvísindum frá Coastal Carolina University og M.Sc. í umhverfisefnafræði frá University of Maryland í Bandaríkjunum.

Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar hjá Isavia segir í tilkynningu frá Isavia Auði hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu sem mun nýtast þeim vel í uppbyggingu einingarinnar til framtíðar. „Hún er frábær viðbót við reynslumikinn hóp í flugverndinni á Keflavíkurflugvelli,“ segir Anna Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK