Olíuverð rýkur upp

AFP

Verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu er nú komið yfir 60 banda­ríkja­dali tunn­an og hef­ur ekki verið hærra síðan fyr­ir Covid-19. Þrátt fyr­ir að eft­ir­spurn eft­ir hrá­ol­íu sé enn minni en í venju­legu ár­ferði eru von­ir um að efna­hags­bat­inn verði hraðari en áður var talið. 

Verð á olíu hef­ur hækkað um meira en 50% á ör­fá­um mánuðum eft­ir að hafa lækkað hratt fyrri hluta síðasta árs. Verð á Brent hrá­ol­íu hef­ur hækkað um 59% síðan í nóv­em­ber og verð á banda­rískri hrá­ol­íu, West Texas In­ter­media­te (WTI), fór yfir 55 banda­ríkja­dali tunn­an í síðustu viku og er það í fyrsta skipti í meira en ár sem það ger­ist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK