John Lindsay á byggingarvörumarkaðinn

Höfuðstöðvar heildsölunnar John Lindsay að Klettagörðum 23 í Reykjavík.
Höfuðstöðvar heildsölunnar John Lindsay að Klettagörðum 23 í Reykjavík.

Norska fyrirtækið Orkla House Care hefur gert einkasölusamning við heildsöluna John Lindsay hf. um dreifingu, markaðssetningu og alhliða þjónustu á öllum framleiðsluvörum OHC á Íslandi. Um er að ræða vörur fyrir byggingarvörumarkaðinn, þ.m.t. pensla, málningarrúllur og ýmsa aðra viðeigandi aukahluti.

Í fréttatilkynningu segir að OHC hafi náð góðum árangri síðustu ár á Íslandi með sín helstu vörumerki s.s Anza og Harris Spekter í góðri samvinnu við lykilverslanir á markaðnum. En nú vill OHC gera betur. „Þegar við lítum til annarra landa sjáum við að enn er nokkurt svigrúm,“ segir Mark Parr, svæðisstjóri OHC fyrir Norður-Evrópu.

„Með þessum samningi vona samningsaðilar að þjónusta og utanumhald á framleiðsluvörum Orkla House Care á Íslandi verði í takt við það sem OHC á að venjast frá öðrum mörkuðum víða um heim,“ segir Stefán S. Guðjónsson forstjóri Lindsay í tilkynningunni.

OHC starfar í yfir sjötíu löndum og er hluti af stórfyrirtækinu Orkla AS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK