Samkæmt greiningu Creditinfo jókst fjöldi nýstofnaðra fyrirtækja um 11% á síðasta ári. Um er að ræða mestu árlegu fjölgun nýstofnaðra fyrirtækja í landinu síðan árið 2017.
Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sé ánægjulegt að sjá að í miðjum kórónuveirufaraldrinum hafi fyrirtækjum fjölgað, sem geti þýtt að aðilar sem kannski misstu vinnuna í faraldrinum hafi leitað nýrra leiða og látið drauminn um að stofna fyrirtæki rætast. „Það má velta fyrir sér hvort fjölgunin á nýstofnuðum fyrirtækjum sé afleiðing ástandsins í samfélaginu á þann hátt að fólk, sem hafi misst vinnuna á síðasta ári hafi stofnað fyrirtæki til að finna tekjuleiðir en einnig að stofnuð hafi verið ný fyrirtæki eftir að önnur lögðu upp laupana sökum ástandsins,“ segir Gunnar.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.