Bónus veltir 60 milljörðum

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdatjóri Bónus.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdatjóri Bónus. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir fyrirtækið hafa velt 60 milljörðum í fyrra. Með því hefur ársveltan fimmtíufaldast að nafnvirði frá 1990, sem var fyrsta heila rekstrarárið.

Guðmundur hefur verið einn helsti verslunarmaður landsins í aldarfjórðung en haldið sér til hlés. Hann fer í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum yfir ferilinn og þau gildi sem hann telur hafa tryggt stöðu félagsins í 30 ár.

Guðmundur var aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar áður en hann tók við lyklavöldunum í Bónus árið 1998. Við það tilefni hafi Jón Ásgeir lagt honum þær grundvallarreglur sem tryggt hafi velgengni fyrirtækisins, m.a. í samkeppninni við Costco en hún hafi lækkað vöruverð frekar.

Að sögn Guðmundar hugðist Jón Ásgeir flytja út hugmyndafræði Bónuss til Bretlands, í kjölfar kaupa á Iceland-keðjunni bresku, að því er fram kemur í blaðinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK