Egils Gull og Lottó skráð í faraldrinum

Vörumerkið Nóatún hefur bæst á skrá hjá Hugverkastofunni.
Vörumerkið Nóatún hefur bæst á skrá hjá Hugverkastofunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undanfarna mánuði hafa óvenjumargar umsóknir borist Hugverkastofunni um skráningu eldri og rótgróinna vörumerkja. Þar er um að ræða vörumerki eins og Bláa lónið, Emmess ís, Nóatún, Samfilm og Egils Gull svo einhver séu nefnd. „Þetta er vonandi til marks um að fyrirtæki hafi nýtt umrótið sem varð á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins til þess að rýna í sín hugverkamál,“ segir Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofu, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Endurspegla ástandið

Umsóknir um vörumerki spegla einnig ástandið í þeirri atvinnugrein sem verst varð úti vegna veirunnar, ferðaþjónustunni. Jón segir að eftir mikla aukningu síðustu ár þá náðu umsóknir um vörumerki í greininni hámarki árið 2017 en fækkaði síðan þá í takt við hrun WOW og Covid-19-faraldurinn.

„Þegar menn fara að taka til hjá sér í starfseminni átta menn sig á því að verðmætin liggja oft í vörumerkjunum og að það sé mikilvægt að hafa eignarhaldið á hreinu.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK