Hagnaður Arion margfaldast milli ára

Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða á síðasta ári.
Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða á síðasta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arion banki hagnaðist um tæpa 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Eru það töluverð umskipti frá árinu áður þegar bankinn hagnaðist um 1,1 milljarð króna. Arðsemi eigin fjár var 6,5% en 0,6% árið áður. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans.

Niður­færsla eigna og erfiðleik­ar í rekstri dótt­ur­fé­laga höfðu árið 2019 nei­kvæð áhrif á af­kom­una, en tekist hefur að vinda ofan af þeim.

Heildareignir bankans námu í árslok um 1.173 milljörðum króna. Útlán til viðskiptavina jukust um 6% á árinu og munar þar mestu um húsnæðislán. Þá jukust innlán um 15% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans var 27,0% í árslok en 24,0% í árslok 2019

Arðgreiðslur í Arion en ekki Íslandsbanka

Arion banki gerir ráð fyrir að greiða eigendum sínum þrjá milljarða króna í arð á árinu og kaupa því til viðbótar 15 milljarða króna af eigin bréfum. Hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagt blessun sína yfir þetta.

Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, hefur hins vegar ekki gefið nein fyrirheit um arðgreiðslur og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðar að hann teldi  ekki líklegt að Bankasýsla ríkisins mælti með arðgreiðslum áður en um fjórðungshlutur ríkisins í Íslandsbanka verður seldur í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK