Ósáttur við stefnu Haga

Guðmundur Marteinsson.
Guðmundur Marteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir óánægju með stefnu Haga hafa átt þátt í uppsögn hans. Hagar hafi keypt félög í óskyldum rekstri án sýnilegs tilgangs.

„Ég var til dæmis ósáttur við kaupin á Olís en með þeim misstum við þrjár Bónus-búðir [að kröfu Samkeppniseftirlitsins]; á Hallveigarstíg, á Smiðjuvegi og í Faxafeni. Áður en Hagar keyptu Olís og Reykjavíkur Apótek ræddu fjármálasérfræðingar um að Hagar skulduðu ekki nógu mikið og allt í einu heyrði maður hugtök sem maður skildi ekki alveg; ég hélt að best væri að skulda sem minnst. Ég tel að best sé að vaxa á eigin verðleikum. Vöxturinn á að koma innan frá. Það er það sem Hagar standa fyrir. Stefnan hjá þeim feðgum [Jóhannesi og Jóni Ásgeiri] var að ef Hagar eignuðust eitthvað skyldi það koma neytendum til góða. Hagar fengu undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að kaupa apótek og olíufélag. Við þurfum að leggja okkur fram um að sýna að slíkt eignarhald Haga komi neytendum að lokum til góða. Vissulega er enn unnið að hagræðingu í kjölfar kaupanna og endanlegur ávinningur þeirra er ekki að öllu leyti kominn fram. Annars tel ég að Hagar ættu almennt ekki að kaupa fyrirtæki ef Samkeppniseftirlitið þarf að gera undanþágur og/eða setja skilyrði fyrir því og ávinningur neytenda er ekki augljós.“

– Það var mikið fjallað um starfslokasamninga ykkar Finns Árnasonar í fyrra.

„Ég sagði upp störfum í febrúar í fyrra. Það var ótengt uppsögn Finns. Ég var ósammála þeirri stefnu sem verið var að taka hjá Högum.“

– Er búið að rétta kúrsinn?

„Það er verið að vinna í því.“

Of mikið gert úr netverslun

Guðmundur telur jafnframt of mikið gert úr mikilvægi netverslunar á íslenskum matvörumarkaði. Hann sjái ekki framtíð í netverslun fyrir Bónus.

Spurður hvernig staðan verði á markaðnum í framtíðinni, til dæmis 2030, segist Guðmundur telja að helgarinnkaupin muni áfram fara fram í verslunum.

„Þetta er svolítið snúið. Á Íslandi er nálægðin mikil. Það eru tveir bílar á meðalheimili og búðir út um allt og stutt að fara. Þannig er það óvíða erlendis þar sem fólk eyðir stórum hluta dagsins í umferðinni. Svo er ekki hér. En auðvitað munu Hagar setja aukinn fókus á netverslun til framtíðar.“

– Þannig að veltan á matvörumarkaði verði að meginstofni áfram í verslunum?

„Já, það er mín skoðun, að minnsta kosti næstu árin.“

– Er of mikið gert úr netverslun?

„Já, a.m.k. með matvöru.“

– Og sömuleiðis ávinningnum?

„Já, að mínu mati.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild í netgreinum Morgunblaðisins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK