6,1 milljarður af 8,8 vegna Covid-19

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Neikvæð virðisbreyting útlána hjá Íslandsbanka á síðasta ári vegna óvissu í tengslum við Covid-19 skýrir um 6,1 milljarð króna af 8,8 milljarða króna heildarvirðisrýrnun á árinu.

Aukna virðisrýrnun má rekja nær eingöngu til áhrifa kórónuveirunnar á lán til fyrirtækja, að sögn Íslandsbanka. 

Til samanburðar nam heildarvirðisrýrnun 3,5 milljörðum króna á árinu 2019.

400 milljónum meira 

Neikvæð virðisbreyting útlána hjá Íslandsbanka nam 1,8 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2020, sem er um 400 milljónum krónum meira en á sama tímabili 2019. Það má aðallega rekja til áframhaldandi framtíðaróvissu vegna Covid-19, sér í lagi tengdri ferðaþjónustunni.

„Covid-19-heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á fjölmarga viðskiptavini bankans og einnig á rekstur bankans,“ segir í uppgjöri bankans. 

Fram kemur að viðbrögð hagstjórnarinnar hafi dregið talsvert úr áhrifum veirunnar á heimili og fyrirtæki þar sem vaxtastig hafi verið lækkað og ríkisútgjöld aukin talsvert til að greiða fyrir stuðningsaðgerðum fyrir atvinnugreinarnar sem hafa orðið verst úti og til að auka fjárfestingu hins opinbera. „Þar af leiðandi hafa vanskil og gjaldþrot verið minni en óttast var og meirihluti íslenskra heimila hefur komist hjá umtalsverðri lækkun á ráðstöfunartekjum,“ segir í uppgjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK