Hagnaður Eikar dregst saman

Hótel 1919, ein eigna fasteignafélagsins Eikar.
Hótel 1919, ein eigna fasteignafélagsins Eikar. Ljósmynd/Eik fasteignafélag

Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 720 milljónir króna eftir skatt á síðasta ári. Er það töluvert minna en árið áður þegar hagnaður nam tæpum þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í óendurskoðuðu stjórnendauppgjöri félagsins fyrir liðið ár.

Leigutekjur félagsins námu tæpum 7,6 milljörðum króna og jukust um 2,3% frá fyrra ári. Þá voru aðrar tekjur 783 milljónir króna.

Fasteignafélagið á yfir 100 fasteignir með rúmlega 312 þúsund fermetra til útleigu. Er heildarvirði þeirra um 100,3 milljarðar króna og fjöldi leigutaka yfir 400. Meðal helstu eigna eru Turninn í Kópavogi, Nýi-Glæsibær, Glerártorg á Akureyri, Borgartún 21 og 21a, Suðurlandsbraut 8 (þar sem Sýn og Vodafone eru til húsa) og Pósthússtræti 2 (Hótel 1919).

Langstærstu útgjaldaliðir félagsins voru fasteignagjöld, tryggingar og vatns- og fráveitugjöld, sem samanlagt námu 1.315 milljónum króna. Þá nam virðisrýrnun viðskiptakrafna 421 milljón króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK