Geysir hefur greitt útistandandi laun

Hópuppsögnin var starfsfólki Geysis þungbær.
Hópuppsögnin var starfsfólki Geysis þungbær. mbl.is/Árni Sæberg

Stéttarfélagið VR hefur fengið öll gögn sem það óskaði frá verslunum Geysis sem lokuðu fyrir um tveimur vikum og sögðu öllu starfsfólki upp störfum. Þá hefur fyrirtækið nú greitt öll útistandandi laun. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari Bryndísar Guðnadóttur forstöðumanns kjaramálasviðs VR við fyrirspurn mbl.is. Hún segir að samvinna VR og Geysis hafi verið góð. Spurð hvort fyrirtækið sé komið í þrot segir Bryndís:

„VR þekkir ekki stöðu fyrirtækisins í dag en kjaramálasviðið er tilbúið ef fyrirtækið fer í þrot og mun þá reikna og gera kröfu um þau laun og uppsagnarfrest sem þá verður útistandandi þ.e. því sem félagsmenn VR eiga rétt á skv. kjarasamningi.“

Óvitað hvort og þá hvenær gjaldþrot verði

Hvort og hvenær þá fyrirtækið fari í þrot er ekki vitað, að sögn Bryndísar. 

„Starfsmenn eiga ekki rétt á greiðslum frá Atvinnuleysistryggingasjóð fyrr en fyrirtækið er hefur verið úrskurðað gjaldþrota eða þegar uppsagnarfresti er lokið,“ segir í svari Bryndísar og jafnframt:

„Samstarf við forsvarsmenn Geysis er gott. Öll umbeðin gögn hafa skilað sér og upplýsingar hafa verið gefnar þegar leitað hefur verið eftir og það skiptir öllu máli.“

Enn hefur ekki náðst í eiganda verslana Geysis, Jóhann Guðlaugsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK