Geysir hefur greitt útistandandi laun

Hópuppsögnin var starfsfólki Geysis þungbær.
Hópuppsögnin var starfsfólki Geysis þungbær. mbl.is/Árni Sæberg

Stétt­ar­fé­lagið VR hef­ur fengið öll gögn sem það óskaði frá versl­un­um Geys­is sem lokuðu fyr­ir um tveim­ur vik­um og sögðu öllu starfs­fólki upp störf­um. Þá hef­ur fyr­ir­tækið nú greitt öll úti­stand­andi laun. 

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Bryn­dís­ar Guðna­dótt­ur for­stöðumanns kjara­mála­sviðs VR við fyr­ir­spurn mbl.is. Hún seg­ir að sam­vinna VR og Geys­is hafi verið góð. Spurð hvort fyr­ir­tækið sé komið í þrot seg­ir Bryn­dís:

„VR þekk­ir ekki stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í dag en kjara­mála­sviðið er til­búið ef fyr­ir­tækið fer í þrot og mun þá reikna og gera kröfu um þau laun og upp­sagn­ar­frest sem þá verður úti­stand­andi þ.e. því sem fé­lags­menn VR eiga rétt á skv. kjara­samn­ingi.“

Óvitað hvort og þá hvenær gjaldþrot verði

Hvort og hvenær þá fyr­ir­tækið fari í þrot er ekki vitað, að sögn Bryn­dís­ar. 

„Starfs­menn eiga ekki rétt á greiðslum frá At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð fyrr en fyr­ir­tækið er hef­ur verið úr­sk­urðað gjaldþrota eða þegar upp­sagn­ar­fresti er lokið,“ seg­ir í svari Bryn­dís­ar og jafn­framt:

„Sam­starf við for­svars­menn Geys­is er gott. Öll umbeðin gögn hafa skilað sér og upp­lýs­ing­ar hafa verið gefn­ar þegar leitað hef­ur verið eft­ir og það skipt­ir öllu máli.“

Enn hef­ur ekki náðst í eig­anda versl­ana Geys­is, Jó­hann Guðlaugs­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka