Bláa lónið opnar á ný á morgun, 13 febrúar, eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Staðnum var lokað 8. október á síðasta ári vegna hertra aðgerða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.
Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa mun vera opið á laugardögum. Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss opna einnig þó með takmarkaðri opnunartíma.
Þá mun Lava bjóða upp á dögurð laugardaga og sunnudaga í vor.
Fram kemur í tilkynningu að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir verði fylgt í hvívetna.
Vegna takmarkanna eru gestir hvattir til að bóka heimsókn sína í Bláa lónið fyrirfram.