Steinn Logi býður sig fram í stjórn Icelandair

Steinn Logi Björnsson hefur eytt drjúgum hluta starfsævinnar í flugbransanum.
Steinn Logi Björnsson hefur eytt drjúgum hluta starfsævinnar í flugbransanum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri fraktflutningafélagsins Bláfugls og fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Icelandair, hefur tilkynnt um framboð sitt í stjórn Icelandair. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

Tilnefningarnefnd Icelandair lagði í gær til að stjórn félagsins verði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars þar sem kosið verður í nýja stjórn. Steinn Logi hafði gefið kost á sér til tilnefningarnefndar en tilkynnti um framboð fljótlega eftir að nefndin lagði til óbreytta stjórn.

Reynsla og þekking geti gagnast

Af hverju viltu komast í stjórn? Er eitthvað sem þú vilt sjá betur gert?

„Já, bæði og. Ég er í fyrsta lagi hluthafi og tók þátt í hlutafjárútboðinu núna síðast þannig að ég hef þeirra hagsmuna að gæta að þetta sé vel rekið. Ég hef líka taugar til félagsins frá fyrri tíð, hef komið að uppbyggingunni þar í gegnum tíðina. Stór hluti af starfsævi minni hingað til hefur verið þarna. Það er annað sjónarmið,“ útskýrir Steinn Logi og bætir við:

„Nú er ég nýbúinn að selja minn hlut í Bláfugli og er kominn út úr því og hef því tíma til að sinna öðru og ég tel að mín reynsla og þekking geti gagnast. Bæði beint í gegnum störf mín hjá Icelandair í langan tíma og í flugbransanum. Þetta er það sem ég hef varið ævi minni meira og minna í.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK