Hafa selt þrjú þúsund þristamúsarbollur

Sigmar Vilhjálmsson.
Sigmar Vilhjálmsson. mbl.is/Raggi Óla

Alls hafa selst um þrjú þúsund þristamúsarbollur í aðdraganda bolludags á morgun. Þetta segir athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion, Minigarðsins og Hlöllabáta, í samtali við mbl.is. 

Segir hann að salan hafi gengið vonum framar. „Við vissum ekki hvað við vorum að fara út í enda að taka þátt í bollubransanum í fyrsta skipti. Við vorum með ákveðnar hugmyndir um hvað við gátum selt mikið og við náðum því strax í síðustu viku,“ segir Sigmar og bætir við að keyrðar verði út um 600 bollur á morgun.

Þá nemi heildarsalan á morgun um þúsund bollum sem stendur. „Við þurfum sólarhringsfyrirvara og pantanir morgundagsins eru um þúsund. Við erum ennþá að selja þannig að það getur enn bæst í.“

Spurður hvert upphaflegt sölumarkmið hafi verið segir Sigmar það hafa verið um þriðjung af því sem raunin varð. „Upprunalega vorum við að tala um að þúsund bollur væri mjög gott,“ segir Sigmar sem er hvergi nærri hættur í bollubransanum. „Það er gaman að prófa þetta og við munum taka aftur þátt að ári. Það er margt sem maður hefur lært á þessum tímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK