Goldman Sachs fjárfestir í Advania

Höfuðstöðvar Advania á Íslandi. Fyrirtækið velti 5 milljörðumsænskra króna á …
Höfuðstöðvar Advania á Íslandi. Fyrirtækið velti 5 milljörðumsænskra króna á síðasta ári og er með um 1.400 starfsmenn samanlagt.

Sjóður sem rekinn er af bandaríska risabankanum Goldman Sachs hefur samið um kaup á meirihluta hlutafjár í Advania.

Til stóð að skrá Advania á hlutabréfamarkað í Stokkhólmi en undirbúningsvinna leiddi til þess að samningar náðust við Goldman og var því hætt við skráningu.

Stjórnendur Advania segja viðskiptin viðurkenningu á góðum árangri fyrirtækisins en síðastliðin fimm ár hefur rekstur Advania vaxið um rösklega 20% ár hvert.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir aðkomu Goldman meðal annars kunna að vera til marks um vaxandi áhuga bandarískra fjárfesta og sjóða á norrænum tæknifyrirtækjum og nefnir máli sínu til sönnunar sölu LS Retail og Ueno til bandarísku fyrirtækjanna Aptos og Twitter fyrr á þessu ári. „Fleiri horfa til Skandinavíu og veita því eftirtekt að fyrirtæki í þessum heimshluta eru mjög framarlega á sínu sviði,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Advania eigi rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík. Með samruna nokkurra upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi, Svíþjóð og Noregi árið 2012 varð Advania til í núverandi mynd. 

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í  meirihluta hlutafjár Advania.

Velta Advania árið 2020  var yfir 76 milljarðar króna. Fyrirtækið hefur vaxið um meira en 20% ár hvert síðast liðin fimm ár. Hjá  Advania starfa um 1.400 manns á 27 starfsstöðum um öll Norðurlönd.  

 Goldman Sachs er einn virtasti fjárfestingabanki heims og hefur reynslu af árangursríkum fjárfestingum í tæknigeiranum. Við lítum á það sem  gæðastimpil að fá þau inn í hluthafahópinn og erum mjög spennt fyrir vegferðinni framundan. Við erum sannfærð um að þetta opni nýja og spennandi möguleika fyrir starfsfólk okkar. Stefna Advania er óbreytt og við verðum áfram traustur samstarfsaðili í upplýsingatækni og fyrirmyndar vinnustaður,” segir Mikael Noaksson, forstjóri Advania á Norðurlöndunum, í fréttatilkynningu.  

 Við  erum mjög spennt fyrir þessu nýja samstarfi. Við höfum fylgst með Advania um nokkurt skeið og kynnt okkur það vel. Það sem heillaði okkur mest var sterk menning sem skapast hefur innan fyrirtækisins og það góða orð sem fer af því. Okkar markmið er að styðja Advania í að þroska sína sérstöðu og stuðla að frekari vexti þess,“ segir Michael Brunn, meðeigandi hjá Goldman Sachs, í fréttatilkynningu.   

Benjamin Kramarz er meðeigandi í VIA Equity sem verður áfram í eigendahópi Advania; „Við höfum verið hluthafar í Advania í rúm tvö ár og hlökkum til að starfa áfram með þessu frábæra fyrirtæki. Stjórnendum þess hefur tekist vel til við að koma Advania í leiðandi stöðu á Norðurlöndunum og við erum spennt að halda áfram á þeirri braut með frábæru teymi,” segir Kramarz enn fremur í fréttatilkynningu.

Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK