Mygluvarið timbur á markað

Um er að ræða nýjung á markaðnum.
Um er að ræða nýjung á markaðnum. Ljósmynd/Aðsend

Húsasmiðjan hefur sett á markað mygluvarið byggingatimbur.

Fram kemur í tilkynningu að timbrið sé yfirborðsmeðhöndlað með Vascol-mygluvörn og að þessi lausn sé nýjung á íslenska byggingavörumarkaðnum.

„Með nýja mygluvarða byggingatimbrinu er kominn valkostur fyrir byggingaraðila sem dregur úr hættu á myglu t.d. í þökum sem hefur verið nokkuð algengt vandamál á Íslandi sl. áratugi. Mygla loðir mjög illa við mygluvarða byggingatimbrið. Þetta er kærkomin viðbót við mygluvarðan krossvið sem við höfum haft í sölu í nokkur ár með mjög góðum árangri,“ segir Júlíus Sigurþórsson, vörustjóri timburs í Húsasmiðjunni, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK