Úrskurði um bókhald Samherja vísað í hérað

Samherji.
Samherji. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hefur ómerkt og vísað heim í hérað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG sé skylt að veita embætti héraðssaksóknara upplýsingar og afhenda gögn varðandi bókhald og reikningsskil allra félaga Samherja á árunum 2011 til 2020.

Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn 4. desember í fyrra og var málinu áfrýjað til Landsréttar 22. febrúar síðastliðinn að fengnu kæruleyfi. Þess var krafist að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að hann yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað.

Fram kemur í úrskurði Landsréttar að meðferð málsins í héraði hafi verið svo áfátt að óhjákvæmilegt sé að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til meðferðar að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK