Verða af 26 milljörðum

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. CCP

Kaupverð CCP verður 47% lægra en það gat mest orðið sem þýðir að eigendur verða af 26 milljörðum króna. 

Kaupverðið sem suðurkóreska leikjafyrirtækið Pearl Abyss greiðir fyrir CCP lækkar um 47% frá því sem það gat mest numið — úr 425 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 54 milljarða króna, í 225 milljónir dollara, tæplega 29 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Ástæðan er að árangurstengd viðmið í rekstrinum gengu ekki eftir. Pearl Abyss keypti CCP árið 2018 og voru 225 milljónir dala greiddar út strax en 200 milljónir dala voru skilyrtar við afkomu CCP árin 2019 og 2020. Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrir ári að eigendurnir yrðu af árangurstengdu greiðslunni fyrir árið 2019, það er 100 milljónum dala.

Stærsti hluthafi CCP við söluna 2018 var Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir aðilar sem áttu 43,4% hlut að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins árið 2018.

Novator og tengdir aðilar fengu þá 12,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi krónunnar, en gátu mest fengið ríflega 11 milljarða króna til viðbótar sem ljóst er að ekki verður af. Hilmar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, átti 6,5% hlut og fékk um 1,9 milljarða króna miðað við núverandi gengi og gat mest vænst til að fá nærri 1,7 milljarða króna til viðbótar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK