Verða af 26 milljörðum

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. CCP

Kaup­verð CCP verður 47% lægra en það gat mest orðið sem þýðir að eig­end­ur verða af 26 millj­örðum króna. 

Kaup­verðið sem suðurkór­eska leikja­fyr­ir­tækið Pe­arl Abyss greiðir fyr­ir CCP lækk­ar um 47% frá því sem það gat mest numið — úr 425 millj­ón­um banda­ríkja­dala, jafn­v­irði ríf­lega 54 millj­arða króna, í 225 millj­ón­ir doll­ara, tæp­lega 29 millj­arða króna. Þetta kem­ur fram í frétt Viðskipta­blaðsins í dag.

Ástæðan er að ár­ang­ur­s­tengd viðmið í rekstr­in­um gengu ekki eft­ir. Pe­arl Abyss keypti CCP árið 2018 og voru 225 millj­ón­ir dala greidd­ar út strax en 200 millj­ón­ir dala voru skil­yrt­ar við af­komu CCP árin 2019 og 2020. Greint var frá því í Morg­un­blaðinu fyr­ir ári að eig­end­urn­ir yrðu af ár­ang­ur­s­tengdu greiðslunni fyr­ir árið 2019, það er 100 millj­ón­um dala.

Stærsti hlut­hafi CCP við söl­una 2018 var Novator, fjár­fest­inga­fé­lag Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, og tengd­ir aðilar sem áttu 43,4% hlut að því er fram kom í frétt Morg­un­blaðsins árið 2018.

Novator og tengd­ir aðilar fengu þá 12,5 millj­arða króna miðað við nú­ver­andi gengi krón­unn­ar, en gátu mest fengið ríf­lega 11 millj­arða króna til viðbót­ar sem ljóst er að ekki verður af. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, átti 6,5% hlut og fékk um 1,9 millj­arða króna miðað við nú­ver­andi gengi og gat mest vænst til að fá nærri 1,7 millj­arða króna til viðbót­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK