150 starfsmenn vilja bréf í Arion banka

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 150 starfsmenn Arion banka og dótturfélaga hans keyptu 48,5% af heildarútgáfu áskriftarréttinda að nýjum hlutum í bankanum.

Um 51% af útgáfunni voru seld til fagfjárfesta, að því er kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Áskriftarréttindin voru boðin til sölu í lokuðu útboði sem fór fram 25. og 26. febrúar og höfðu Íslensk verðbréf hf. umsjón með útboðinu.

Byggt á tilboðum fjárfesta í útboðinu ákvað stjórn bankans að gefa út 54 milljónir áskriftarréttinda þar sem 15,6 krónur eru greiddar fyrir hvern áskriftarrétt. Heildarsöluverð í útboðinu er því 842.400.000 krónur. Útgáfan nemur um 3% af heildarhlutafé bankans.

Fagfjárfestum sem eru virkir á hlutabréfamarkaði, öllu starfsfólki bankans og Stefnis hf. og lykilstarfsfólki annarra dótturfélaga bankans bauðst að taka þátt í útboðinu.

Útgáfa áskriftarréttindanna byggir á heimild stjórnar frá hluthafafundi bankans í mars í fyrra.

Heimilt er að nýta áskriftaréttindin fjórum sinnum, í 30 daga gluggum; í kjölfar birtingar á uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023, ársuppgjöri fyrir 2023, og uppgjörum fyrsta og annars ársfjórðungs 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK