Þegar hið opinbera ræðst í framkvæmdir og innkaup er mikilvægt að íslenskir hönnuðir og framleiðendur sitji við sama borð og innflytjendur og erlendir framleiðendur. Ef fyrsta hugsun er alltaf sú að sækja vörur og þjónustu til útlanda verður aldrei til öflugur innlendur iðnaður.
Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson, en tilefnið er væntanleg kaup hins opinbera á húsgögnum í nýbyggingum í miðborginni.
T.d. hafa fulltrúar Landsbankans ferðast til Lundúna við undirbúning nýrra höfuðstöðva til að kynna sér verkefnamiðaða vinnuaðstöðu.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, sagði í samtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku að þetta væri athyglisvert í ljósi þess að stjórnvöld stæðu nú fyrir átaksverkefninu Látum það ganga, sem gengur út á að hvetja til kaupa á íslenskri vöru og þjónustu.
Guðmundur tekur undir með Jóhönnu og segir val á íslenskri þjónustu hafa margfeldisáhrif.
Þá sé alþekkt í Evrópu að lönd geri innlendri hönnun og framleiðslu hærra undir höfði með ýmsum leiðum. Það sé ljóst að umræddar nýbyggingar muni vekja mikla athygli, jafnvel út fyrir landsteinana og því sé það kjörið tækifæri til að gefa íslenskum iðnaði byr undir báða vængi.