Íslandspóstur hagnaðist um 104 milljónir á síðasta ári samanborið við 510 milljóna tap árið áður. Tap er á hefðbundnum rekstri upp á 229 milljónir, en hagnaður af eignarekstri skilar rekstrarafkomu. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem kynntur var á aðalfundi nú fyrir stuttu.
Afkoma ársins af rekstri innan alþjónustu var neikvæð upp á 748 milljónir á síðasta ári. Afkoma af samkeppnisrekstri utan alþjónustu var hins vegar jákvæð upp á 518 milljónir. Það gerir samtals tap upp á 229 milljónir. Hagnaður af eignarekstri var hins vegar upp á 354 milljónir og afkoma fyrir tekjuskatt var því 124 milljónir.
Tekjuskattur var 20 milljónir og lokaafkoma Íslandspósts var því 104 milljónir.