Verð á Brent-Norðursjávarolíu hækkaði hressilega í morgun og hefur ekki verið hærra síðan í janúar í fyrra.
Ástæðan fyrir verðhækkuninni er eldflaugaárás á svæði í eigu Aramaco-orkurisans í Sádi-Arabíu. Jafnframt er hækkunin rakin til bjartsýni varðandi viðreisn efnahagskerfa heimsins sem þýðir aukna spurn eftir olíu.
Verð á tunnunni hækkaði um 2,11% og er nú 70,82 bandaríkjadalir.