Gjaldþrot hjá Geysi

Verslun Geysis.
Verslun Geysis. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö félög sem ráku verslanir Geysis hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu og var ákveðið með úrskurðum Héraðsdóms Suðurlands 1. mars síðastliðinn.

Um er að ræða félagið Geysir shops ehf., sem annaðist starfsemina í Haukadal, og félagið Arctic Shopping ehf., sem sá um hinar verslanirnar.

Í blaðinu er skorað á alla sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búunum eða eigna í umráðum þeirra, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða.

Í byrjun febrúar greindi mbl.is frá því að verslunum Geysis hefði verið lokað og öllum starfsmönnum sagt upp. Áður hafði komið fram að kórónuveirufaraldurinn hefði haft mikil áhrif á verslanaveldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK