Spá 5,6% hagvexti í heiminum

AFP

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur hækkað hagvaxtarspá sína umtalsvert fyrir árið í ár. Helstu ástæður hækkunarinnar er dreifing bóluefnis við Covid-19 og viðamiklar efnahagsaðgerðir bandarískra stjórnvalda sem kynntar voru nýverið. 

OECD gerir nú ráð fyrir 5,6% hagvexti í ár sem er 1,4 prósenta aukning frá fyrri spá en hún var birt í desember.

Yfirhagfræðingur OECD, Laurence Boone, segir að batinn í heiminum byggi fyrst og fremst á aðgerðum ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, sem miða að því að setja 1.900 milljarða bandaríkjadala inn í efnahagslífið. 

Samkvæmt OECD verður hagvöxturinn í Bandaríkjunum 6,5% í ár sem er aukning um 3,3 prósent frá fyrri spá. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK